Föstudagur, Valentínusardagur og hví ekki að hefja stefnumótið á körfuboltavellinum? Nóg verður framboðið að minnstakosti. Í Ljónagryfjunni verður toppslagur þegar KR í 2. sæti heimsækir Njarðvíkinga í 4. sæti deildarinnar. KFÍ og Haukar mætast á Jakanum og Þór Þorlákshöfn fær Val í heimsókn. Einnig verða fjórir leikir í 1. deild karla og leikið í bæði neðri deildum og yngri flokkum.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
Njarðvík – KR
KFÍ – Haukar
Þór Þorlákshöfn – Valur
Leikir kvöldsins í 1. deild karla
18:30 Höttur – ÍA
19:15 Tindastóll – Hamar
19:15 Breiðablik – Fjölnir
20:00 Þór Akureyri – Vængir Júpíters
Mynd/ Ólafur Helgi og Njarðvíkingar taka á móti KR í Ljónagryfjunni í kvöld.



