spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Toppslagur í kvennakeppninni

Leikir dagsins: Toppslagur í kvennakeppninni

Þrír leikir eru á dagskránni í dag í Lengjubikarkeppninni, einn í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Athyglisverður slagur mun fara fram í Röstinni í Grindavík þegar gular taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur kl. 19:15.
 
Uppaldi Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir gekk í gær til liðs við Grindavík og fyrr í sumar hafði Pálína María Gunnlaugsdóttir einnig samið við Grindvíkinga. Ingibjörg Jakobsdóttir er svo komin í gult á nýtt og þykja Grindvíkingar líklegir til afreka þetta tímabilið.
 
Þá mætast Valur og Stjarnan í kvennaflokki kl. 19:30 í Vodafonehöllinni og kl. 19:15 mætast Stjarnan og Skallagrímur í karlaflokki.
 
 
Mynd úr safni/ Bryndís Guðmundsdóttir fer með Keflvíkingum yfir til Grindavíkur í kvöld þar sem hún mun kannast við fjölmörg andlit í gulum búningi.
  
Fréttir
- Auglýsing -