spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Toppslagur í Keflavík

Leikir dagsins: Toppslagur í Keflavík

Í dag fara fram tveir leikir í Domino´s-deild karla og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Frítt verður inn á toppslag Keflavíkur og KR í boði Nettó. Keflvíkingar eru taplausir á toppi deildarinnar en KR í 2.-3. sæti ásamt Njarðvíkingum með 10 stig en KR á leikinn í kvöld til góða á Njarðvík. Þá mætast Snæfell og Tindastóll í Stykkishólmi.

Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi þar sem Stjarnan lagði Hauka í Hafnarfirði og Njarðvíkingar höfðu sigur á ÍR í Ljónagryfjunni. 

Leikir kvöldsins:

19:15 Keflavík – KR
19:15 Snæfell – Tindastóll

Staðan í Domino´s-deild karla
 

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 6/0 12
2. KR 5/1 10
3. Njarðvík 5/2 10
4. Þór Þ. 4/2 8
5. Stjarnan 4/3 8
6. Haukar 4/3 8
7. Grindavík 3/3 6
8. Tindastóll 3/3 6
9. Snæfell 2/4 4
10. ÍR 2/5 4
11. FSu 0/6 0
12. Höttur 0/6 0

Mynd/ Darri Hilmarsson og KR-ingar mæta Keflavík í toppslag Domino´s-deildarinnar í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -