spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Toppslagur að Ásvöllum

Leikir dagsins: Toppslagur að Ásvöllum

06:00
{mosimage}

(Kristrún og Haukakonur taka á móti Hamri í toppslag í kvöld)

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stærstur er toppslagurinn millum Hauka og Hamars en það lið sem ber sigur úr býtum í kvöld kemst eitt á topp deildarinnar. Um þessar mundir deila Haukar og Hamar toppsætinu bæði með 10 stig að sex umferðum loknum. Haukar hafa unnið alla heimaleiki sína til þessa en Hamar tapaði gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hveragerði í síðustu umferð.

Í Keflavík taka meistararnir á móti Valskonum og nýliðar Snæfells fá bikarmeistara Grindavíkur í heimsókn í Hólminn.

Einn leikur fer svo fram í 2. deild karla í B-riðli þegar Reynir Sandgerði tekur á móti Árvakri kl. 19:15 í Sandgerði.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -