spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikir dagsins: Toppslagur á Egilsstöðum - Nær ÍR að leggja Fjölni aftur?

Leikir dagsins: Toppslagur á Egilsstöðum – Nær ÍR að leggja Fjölni aftur?

Tveir leikir eru í 1. deildum karla og kvenna í kvöld.

Í fyrstu deild karla mætast Höttur og Fjölnir á Egilsstöðum. Fyrir leikinn er Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig. Höttur aðeins einum sigurleik fyrir aftan með 16 og geta þeir því jafnað þá að stigum með sigri í kvöld.

Staðan í deildinni

Í fyrstu deild kvenna leikur topplið Fjölnis svo gegn ÍR í Breiðholti. Fyrir leikinn er Fjölnir í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Grindavík í öðru sætinu. ÍR aftur á móti í því sjötta, tveimur stigum fyrir aftan Tindastól í því fimmta.

Þrátt fyrir þessa misjöfnu stöðu liðanna í deildinni sigraði ÍR síðasta leik þessara liða, 57-51, þann 10. nóvember síðastliðinn. Spurning hvort það hafi verið algjörlega óvart, eða hvort að ÍR sé hreinleg með svarið við leik toppliðsins.

Staðan í deildinni

 

Leikir dagsins

1. deild karla:

Höttur Fjölnir – kl. 19:15

1. deild kvenna:

ÍR Fjölnir – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -