Toppliðin KR og Keflavík mætast í DHL-Höllinni í kvöld í Domino´s-deild karla. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Nýkrýndir bikarmeistarar KR hafa 28 stig á toppi deildarinnar en Keflavík er fast á hæla þeirra með 26 stig og unnu fyrri viðureign liðanna 89-81. Til að KR takist að hrifsa til sín innbyrðis viðureignina verða þeir að vinna Keflavík með 9 stiga mun eða meira.
Þá er nóg við að vera í kvöld enda fjórir leikir í 1. deild karla þar sem verður Vesturlandsslagur Skallagríms og ÍA og boðið verður upp á tvíhöfða í Smáranum í Kópavogi þar sem Blikaliðin bjóða velkomin lið KFÍ og Njarðvíkur.
Leikir kvöldsins
Domino´s-deild karla
19:15 KR – Keflavík
1. deild karla
18.30 Fjölnir – Reynir Sandgerði
19.15 Hamar – Ármann
19.15 Skallagrímur – ÍA
19.15 Breiðablik – KFÍ
1. deild kvenna
18.00 Breiðablik – Njarðvík
Allir leikir dagsins
| 19-02-2016 18:00 | 1. deild kvenna | Breiðablik | Njarðvík | Smárinn | |
| 19-02-2016 18:30 | 1. deild karla | Fjölnir | Reynir Sandgerði | Dalhús | |
| 19-02-2016 19:00 | Unglingaflokkur kvenna | Snæfell ungl. fl. st. | Keflavík ungl. fl. st. | Stykkishólmur | |
| 19-02-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | Keflavík | DHL-höllin | |
| 19-02-2016 19:15 | 1. deild karla | Hamar | Ármann | Hveragerði | |
| 19-02-2016 19:15 | 1. deild karla | Skallagrímur | ÍA | Borgarnes | |
| 19-02-2016 20:00 | 1. deild karla | Breiðablik | KFÍ | Smárinn | |
| 19-02-2016 20:00 | Stúlknaflokkur | Njarðvík st. fl. | Keflavík st. fl. | Njarðvík | |
| 19-02-2016 20:00 | Unglingaflokkur karla | Stjarnan ungl. fl. dr. | Tindastóll ungl. fl. dr. | Ásgarður | |
| 19-02-2016 21:00 | 2. deild karla |
|



