spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Toppliðið í klóm drekans - lokaumferðin í 1. deild

Leikir dagsins: Toppliðið í klóm drekans – lokaumferðin í 1. deild

Fjör á boðstólunum hvert sem litið er í kvöld, nítjándu umferð lýkur í Iceland Express deild karla þar sem topplið Grindavíkur verður í klóm drekans er það mætir nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn en Þórsarar eru eina lið landsins sem unnið hefur Grindavík í deildarkeppninni. Þá fer fram lokaumferðin í 1. deild karla þar sem KFÍ fær afhentan titilinn fyrir sigur í 1. deild karla þetta tímabilið þegar Skallagrímur kemur í heimsókn. Einnig ræðst það endanlega í kvöld hvaða fjögur lið munu skipa úrslitakeppnina í 1. deild karla.
Leikir kvöldsins í IEX deild karla, 19:15:
 
Þór Þorlákshöfn-Grindavík
Stjarnan-ÍR
Snæfell-Fjölnir
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
 
18:30 Höttur-Breiðablik
19:15 Ármann-ÍA
19:15 Þór Akureyri-FSu
19:15 ÍG-Hamar
19:15 KFÍ-Skallagrímur
 
  
Fréttir
- Auglýsing -