spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Titill á loft í DHL-Höllinni í kvöld

Leikir dagsins: Titill á loft í DHL-Höllinni í kvöld

Í kvöld hefst 21. umferðin í Domino´s deild karla og eru þrír leikir á dagskránni. Í DHL-Höllinni mætast deildarmeistarar KR og Þór Þorlákshöfn. Að leik loknum fær KR afhentan deildarmeistaratitilinn þar sem um er að ræða síðasta heimaleik þeirra röndóttu í deildarkeppninni. Eins og varð ljóst fyrir skömmu verður KR ekki haggað úr 1. sæti en liðið situr á toppi deildarinnar með 36 stig.
 
 
Þá er athyglisverður slagur í Síkinu í kvöld þegar Haukar mæta í heimsókn. Tindastól verður ekki haggað úr 2. sæti en Haukar eiga í harðri baráttu um 3. sætið í deildinni. „Leyni-innihald“ leiksins er svo vitaskuld fyrri leikur liðanna sem Haukar áttu skuldlausa frá fyrstu mínútu. Hafnfirðingar mæta með fimm sigra í röð í Síkið á heimavöll sem aðeins hefur gefið eftir gegn Grindvíkingum.
 
Í Röstinni eigast við Grindavík og Fjölnir. Bæði lið þurfa á stigunum að halda. Ef Grindavík landar sigri tekst þeim að setja Snæfell út úr myndinni hvað sig varðar og gulir þá öruggir inn í úrslitakeppnina. Ef Fjölnir landar sigri ná þeir amk tveggja stiga forskoti á ÍR næsta sólarhringinn í fallbaráttunni uns í ljós kemur annað kvöld hver verður niðurstaðan úr botnslag ÍR og Skallagríms.
 
Dagskráin í dag og í kvöld:
 
Domino´s deild karla, 19:15
Tindastóll – Haukar
KR – Þór Þorlákshöfn
Grindavík – Fjölnir
 
1. deild karla
16:00 ÍA – KFÍ
 
1. deild kvenna
14:00 Fjölnir – KFÍ
 
Allir leikir dagsins
08-03-2015 12:00 2. deild karla Álftanes   Sindri Álftanes
08-03-2015 14:00 1. deild kvenna Fjölnir   KFÍ Dalhús
08-03-2015 14:15 2. deild karla Stál-úlfur   KV Kórinn
08-03-2015 15:00 Stúlknaflokkur Breiðablik st. fl.   Tindastóll st. fl. Smárinn
08-03-2015 16:00 1. deild karla ÍA   KFÍ Akranes – Vesturgata
08-03-2015 16:30 Drengjaflokkur Tindastóll dr. fl.   Haukar dr. fl. Sauðárkrókur
08-03-2015 19:15 Úrvalsdeild karla Tindastóll   Haukar Sauðárkrókur
08-03-2015 19:15 Úrvalsdeild karla KR   Þór Þ. DHL-höllin
08-03-2015 19:15 Úrvalsdeild karla Grindavík   Fjölnir Grindavík
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 18/2 36
2. Tindastóll 15/5 30
3. Haukar 12/8 24
4.
Fréttir
- Auglýsing -