spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Tímabilið að veði í Blómabænum

Leikir dagsins: Tímabilið að veði í Blómabænum

 
Tveir stórleikir fara fram í kvöld. Annars vegar í Iceland Express deild kvenna og hinsvegar í 1. deild karla. Í kvennaboltanum mætast Hamar og Keflavík í oddaleik um sæti í úrslitum deildarinnar. Þá mætast Skallagrímur og Valur í Borgarnesi þar sem Valsmenn geta með sigri tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.
Staðan í einvígi Keflavíkur og Hamars er 2-2 eftir að Hvergerðingar jöfnuðu metin í síðasta leik með því að kjöldraga Keflvíkinga. Hamar komst í 1-0 með því að vinna fyrsta leikinn 97-77. Keflavík jafnaði metin 1-1 með 77-70 sigri í Toyota-höllinni og tóku svo forskotið 2-1 með framlengdum spennusigri í Hveragerði, 101-103. Hamarskonur jöfnuðu svo metin í 2-2 með stórsigri í Keflavík 48-91. Hvað verður svo í oddaleiknum í kvöld? Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á www.sporttv.is
 
Í kvöld geta Valsarar svo tryggt sér sæti í úrslitum 1. deildar karla ef þeir landa sigri í Borgarnesi. Liðin mættust í sínum fyrsta leik þar sem Valur hafði betur 95-89 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í úrslitin.
 
Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en hægt er að tippa á viðureign Hamars og Keflavíkur á www.lengjan.is  
 
Fréttir
- Auglýsing -