spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Þrír risaleikir í kvöld

Leikir dagsins: Þrír risaleikir í kvöld

 
Veislan heldur áfram í kvöld með þremur stórleikjum í Iceland Express deildunum. Úrslitaeinvígi KR og Hamars hefur göngu sína í Iceland Express deild kvenna og þá rúlla af stað viðureignir Stjörnunnar og Njarðvíkur annars vegar og glíma Grindavíkur og Snæfells hinsvegar í Iceland Express deild karla. Allir þrír leikirnir hefjast kl. 19:15.
Hamar leikur í fyrsta sinn til úrslita í efstu deild kvenna en KR-ingar eru nú þriðja árið í röð í lokaúrslitum en síðustu tvö tímabil hafa Vesturbæingar mátt sætta sig við silfrið.
 
Njarðvíkingar heimsækja Stjörnuna en Stjarnan lauk keppni í 4. sæti Iceland Express deildar karla en Njarðvíkingar höfnuðu í því fimmta. Í Röstinni í Grindavík taka heimamenn á móti Snæfell en margir telja þessa rimmu þá stærstu í 8-liða úrslitum og dæmi nú hver fyrir sig. Snæfellingar lögðu Grindavík í Subwaybikarúrslitum í febrúar og því ætti það að vera hægðarleikur hjá gulum að gíra sig í þessa rimmu.
 
Fréttir
- Auglýsing -