Þrír leikir eru á dagskránni í dag í Iceland Express deild kvenna. Leikirnir þrír marka lok níundu umferðar í deildinni en fyrr í vikunni mættust Njarðvík og Snæfell þar sem Hólmarar höfðu betur í Ljónagryfjunni.
IEX kvenna í dag:
16:00 Hamar-Fjölnir
16:00 Grindavík-Haukar
17:00 Keflavík-KR
Þá er leikið í yngri flokkum og neðri deildum í dag og úr mörgum leikjum að velja en heildaryfirlit yfir leiki dagsins má finna hér.



