Þrír leikir eru á dagskránni í dag og eru þeir allir í drengjaflokki. Grannaslagur verður í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ þegar mætast þar Keflavík og Njarðvík kl. 19:30.
Stjarnan tekur á móti ÍA kl. 20:00 í Ásgarði í Garðabæ og Haukar fá Fjölni í heimsókn kl. 21:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði.



