15:30
{mosimage}
(Sigurður Einarsson og félagar mæta í Þorlákshöfn í kvöld)
Í kvöld fara fram þrír leikir í 1. deild karla sem allir hefjast kl. 20:00. Valur tekur á móti Þrótti Vogum í Vodafonehöllinni, KFÍ tekur á móti Hetti á Ísafirði og í Þorlákshöfn mætast Þór og Haukar. Þá eru tveir leikir í 1. deild kvenna þegar Skallagrímur fær Njarðvík í heimsókn kl. 19:15 og Breiðablik mætir KR B í Smáranum kl. 19:15. Tveir leikir fara svo fram í bikarkeppni yngri flokka þegar KR mætir Keflavík í DHL-Höllinni og FSu mætir Fjölni en báðir þessir leikir eru í unglingaflokki karla. Leikur KR og Keflavíkur hefst kl. 20:00 og FSu mætir Fjölni kl. 19:15 í Iðu.
Í 1. deild karla berjast Haukar og Þór Þorlákshöfn harðlega um 4. sætið í deildinni en það lið sem verður deildarmeistari vinnur sér sjálkrafa inn þátttökurétti í Iceland Express deildinni næsta tímabil og þarf ekki að leika í úrslitakeppni 1. deildar. Það eru því liðin í 2.-5. sæti sem leika um oddasætið í úrvalsdeild. Eins og staðan er í dag eru það FSu, Valur, Þór Þorlákshöfn og Haukar sem verða í úrslitakeppninni en Ármann og KFÍ eiga enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Haukar og Þór Þorlákshöfn hafa bæði 14 stig en Ármann hefur 12 og KFÍ 10 stig.
Það er því gríðarspennandi lokasprettur framundan í deildinni en allt bendir til þess að Breiðablik hafi tryggt sæti sitt í úrvalsdeild að ári þar sem þeir hafa 28 stig á toppi deildinnar með 8 stig forskot á FSu. Blikar þurfa því aðeins einn sigurleik til viðbótar til þess að vinna deildina.
Mynd: [email protected]



