spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Þriðji leikurinn í Hólminum

Leikir dagsins: Þriðji leikurinn í Hólminum

Í kvöld fer fram þriðja undanúrslitaviðureign Snæfells og Stjörnunnar í Domino´s deild karla. Viðureignin hefst kl. 19:15 í Stykkishólmi en staðan er jöfn í einvíginu, 1-1 þar sem liðin hafa unnið heimaleikina sína.
 
Jay Threatt er vísast mál málanna en ólíklegt þykir að hann verði með Snæfell í kvöld þar sem hann fór úr tálið í annarri viðureign liðanna. Það yrði heldur betur skarð fyrir skyldi hjá Hólmurum að vera án Jay og því viðbúið að ef borgarlegu klæðin verði ofaná hjá kappanum þá muni þeir Pálmi Freyr og Hafþór Ingi leysa stöðu leikstjórnanda í kvöld.
 
Þá er einn leikur í unglingaflokki kvenna þar sem eigast við Njarðvík og Breiðablik kl. 20:00.
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson
  
Fréttir
- Auglýsing -