Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld kl. 19:15 en þá mætast Tindastóll og Stjarnan á Sauðárkróki. Garðbæingar eiga harma að hefna þar sem Tindastóll hafði betur í síðustu deildarviðureign liðanna eftir æsispennandi lokamínútur.
Viðureign liðanna átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað sökum veðurs.
Þá eru þrír leikir í bikarkeppni yngri flokka. Njarðvík tekur á móti Fjölni í 11. flokki karla kl. 19:15 í Ljónagryfjunni, Valur fær Laugdæli í heimsókn kl. 20:30 í unglingaflokki karla og í 10. flokki stúlkna mætast Haukar og Njarðvík kl. 21:20 að Ásvöllum í Hafnarfirði.



