spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Taka tvö á Akureyri

Leikir dagsins: Taka tvö á Akureyri

Einn leikur fer fram í 1. deild karla í dag en þá mætast Þór Akureyri og Valur öðru sinni á jafn mörgum dögum. Viðureign liðanna fer fram í Síðuskóla í dag kl. 16:30 en Valsmenn höfðu sigur í gærkvöldi og jöfnuðu þar með ÍA í 4-.5. sæti deildarinnar með 22 stig. Leikurinn verður í beinni á netinu hjá Þór TV.
 
 
Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þegar FSu/Hrunamenn fá KFÍ í heimsókn í Iðu kl. 16:30.
 
Svo er fjörið hafið í Reykjanesbæ en þessa helgina fer Nettómótið fyrir yngri iðkendurna fram í íþróttahúsum bæjarins og verður mikið um dýrðir sem fyrr enda stærsta körfuboltamót landsins ár hvert fyrir yngstu flokka félaganna.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -