spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Suðurlandið á kvöldið

Leikir dagsins: Suðurlandið á kvöldið

Í kvöld fara fram tveir leikir í neðri deildum og báðir eru þeir á Suðurlandinu. Laugdælir taka á móti Fjölni b á Laugarvatni kl. 19:45 í 1. deild kvenna. Laugdælir eru enn á höttunum eftir sínum fyrsta sigri í deildinni, á botninum án stiga en Fjölnir b hefur 6 stig í 6. sæti deildarinnar.
 
 
Þá mætast Hekla og Smári kl. 20:00 á Hellu en liðin leika í B-riðli í 2. deildinni. Hekla situr í 5. sæti með 8 stig en Smári á botninum með 4 stig. 
Fréttir
- Auglýsing -