12:32
{mosimage}
(Tvíburarnir Guðjón og Sigurjón mætast í kvöld, Sigurjón t.v. og Guðjón t.h.)
16 liða úrslitin í Subwaybikar karla og kvenna hófst í gærkvöldi og heldur keppni áfram í kvöld og svo lýkur 16 liða úrslitunum annað kvöld. Bikarmeistarar síðasta árs, karlalið Snæfells og kvennalið Grindavíkur, eru úr leik að þessu sinni en Snæfell lá gegn KR og Grindavíkurkonur töpuðu gegn Val í gærkvöldi eftir spennuleik.
Fjórir leikir eru í karlaflokki í kvöld. Skallagrímur tekur á móti Val í Borgarnesi og í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Í þessari viðureign mætast tvíburabræðurnir Sigurjón og Guðjón Lárussynir. Þeir Guðjón og Sigurjón hafa alið manninn í Garðabæ en í sumar söðlaði Sigurjón um og hélt til Vestmannaeyja. ÍR fær Tindastól í heimsókn í Seljaskóla og Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Hetti frá Egilsstöðum. Allir karlaleikirnir hefjast kl. 19:15.
Tveir leikir eru í kvennaflokki og hefjast þeir einnig kl. 19:15 en Haukar taka þá á móti KR B og Fjölnir fær Grindavík B í heimsókn.



