10:33
{mosimage}
Forkeppnin í Subwaybikar karla heldur áfram í dag með einum leik þegar Breiðablik B tekur á móti Árvakri kl. 20:00 í Smáranum í Kópavogi. Forkeppninni lýkur svo á föstudag þegar ÍG tekur á móti Fjölni B í Grindavík.
Þá eru fimm leikir í drengjaflokki á víð og dreif um landið. Fjölnir fær Ármann í heimsókn kl. 21:00 í Rimaskóla. Keflavík tekur á móti KR B í Toyotahöllinni kl. 20:00, FSu fær Val í heimsókn í Iðu kl. 20:00, Skallagrímur fær Hamar í Fjósið kl. 20:00 og Haukar taka á móti Breiðablik kl. 20:35 að Ásvöllum.
Tindastóll og Fjölnir eru á toppi A-riðils og hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa en Haukar eru á toppi B-riðils og eru eina taplausa liðið.



