spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikur í Schenkerhöllinni!

Leikir dagsins: Stórleikur í Schenkerhöllinni!

Risaslagur fer fram í Schenkerhöllinni í kvöld þegar Haukar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Domino´s-deild kvenna. Hér mætast liðin sem há mikið stríð um deildarmeistaratitilinn en eins og sakir standa er Snæfell á toppi deildarinnar með 36 stig og Haukar í 2. sæti með 34 stig en Haukar eiga leik til góða á Snæfell. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15.

Umtalsvert hefur gengið á í herbúðum Hauka undanfarið eins og áður hefur komið fram er Andri Þór Kristinsson farinn frá félaginu og Henning Freyr Henningsson kominn í þjálfarateymi Hauka. Þá var Chelsie Schweers sagt upp störfum og Haukar því án erlends leikmanns í kvöld. 

 

Þá er einnig toppslagur í 1. deild kvenna þegar KR tekur á móti Njarðvík í DHL-Höllinni kl. 20:00 en liðin berjast hart um tækifæri til þess að mæta Skallagrím í úrslitum um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð.

 

Allir leikir dagsins

08-03-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Haukar   Snæfell Schenkerhöllin
08-03-2016 19:15 Drengjaflokkur Njarðvík dr. fl.   Haukar dr. fl. Njarðvík
08-03-2016 19:15 2. deild karla Hrunamenn   Leiknir R. Flúðir
08-03-2016 20:00 1. deild kvenna KR   Njarðvík DHL-höllin
08-03-2016 20:00 Drengjaflokkur Breiðablik dr. fl.   Fjölnir dr. fl. Smárinn
08-03-2016 20:00 Drengjaflokkur Keflavík dr. fl.   Grindavík dr. fl. TM höllin
08-03-2016 20:00 Unglingaflokkur karla Stjarnan ungl. fl. dr.   FSu ungl. fl. dr. Ásgarður
08-03-2016 21:15 2. deild karla Haukar b   ÍG Schenkerhöllin

 

Staðan í Domino´s-deild kvenna

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Snæfell 18/2 36
2. Haukar 17/2 34
3.
Fréttir
- Auglýsing -