spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikur í Keflavík

Leikir dagsins: Stórleikur í Keflavík

10:31

{mosimage}
(Sverrir Þór sækir að Magnúsi Gunnarssyni – hver þeirra vinnur í dag?)

Leikið er í Iceland Express-deild karla og kvenna í dag sem og í 1. deild karla. Leikur dagsins er án efa viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í Iceland Express-deild karla en leikur þeirra hefst kl. 19:15. Síðast þegar þessi lið mættust í Ljónagryjunni komust færri að en vildu og í kvöld verður án efa svipað upp á teningnum.


IE-deild karla: Stjörnumenn taka á móti Snæfellingum í Ásgarði kl. 19:15. Síðast þegar þessi lið mættust var hörkuleikur á ferð og unnu Snæfellingar með 15 stigum 101-86. Justin Shouse skoraði 25 stig fyrir Snæfell og Muhamed Taci var með 30 fyrir Stjörnuna. Þessi lið töpuðu bæði í síðustu umferð. Snæfellingar eru með 12 stig og Stjarnan 10 stig.

IE-deild karla: Í Borgarnesi taka heimamenn í Skallagrím á móti ÍR-ingum. ÍR-ingar unnu góðan sigur á Njarðvík í síðustu umferð og Borgnesingar höfðu sigur á Sauðkrækingum. Þessi leikur hefst kl. 19:15.

IE-deild karla: Vestur í bæ mæta Þórsarar. KR vann góðan sigur á Snæfell í síðustu umferð á meðan Keflvíkingar tóku Þórsara. Leikurinn hefst kl. 19:15.

IE-deild kvenna: Á síðasta tímabili voru viðureignir Hauka og Keflavíkur ávallt stórleikir ársins en miðað við hvernig þetta tímabil hefur þróast hafa Haukastúlkur dregist aftur úr. Keflavíkingar eru búnir að vinna alla leiki ársins gegn Haukum. Þrátt fyrir það eru Haukar sýnd veiði en ekki gefin og geta á góðum degi unnið hvaða lið sem er. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Ásvöllum.

1. deild karla: Héraðsbúar fá Haukamenn í heimsókn í dag. Gengi þessa liða í vetur hefur verið upp og ofan og hafa Haukar tapað þremur fyrstu leikjum sínum í 1. deildinni á nýju ári. Hattermenn hafa aðeins leikið tvo leiki á þessu ári og tapað báðum en það var á Reykjanesferðalagi þeirra en þá töpuðu þeir fyrir Reyni og Þrótti á tæpum 20 tímum. Leikurinn hefst kl. 15:30.

[email protected]

Mynd: VF.is

Fréttir
- Auglýsing -