spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stórleikur í Hólminum

Leikir dagsins: Stórleikur í Hólminum

Í dag fer fram 25. umferð í Domino´s deild kvenna sem þýðir að með deginum í dag eru alls 8 stig í pottinum fyrir liðin í deildinni. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Snæfells og Keflavíkur þar sem Íslandsmeistarar Snæfells geta með sigri farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
Þá taka Njarðvíkingar á móti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í dag og fá Njarðvíkingar að leik loknum afhentan deildarmeistaratitil sinn fyrir sigur í deildinni.
 
 
Leikir dagsins í Domino´s deild kvenna
 
15:00 Snæfell – Keflavík
16:30 KR – Grindavík
16:30 Haukar – Hamar
16:30 Valur – Breiðablik
 
Leikir dagsins í 1. deild kvenna
 
15:00 Njarðvík – Þór Akureyri
 
 
Mynd úr safni/ Sumarliði
  
Fréttir
- Auglýsing -