Þrír leikir eru á dagskránni í kvöld og fer þar hæst bikarslagur Stjörnunnar og Njarðvíkur í 32 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ásgarði í Garðabæ.
KR heldur austur á Egilsstaði þar sem liðið mætir Hetti kl. 18:30 í bikarnum og þá er einnig einn leikur í 1. deild kvenna þegar Skallagrímur tekur á móti Val.



