spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Stóra stundin í Iðu

Leikir dagsins: Stóra stundin í Iðu

06:30
{mosimage}

 

(Tekst Brynjari að færa Fjölbrautaskóla Suðurlands úrvalsdeildarsæti?) 

 

Tveir leikir fara fram hér heima í dag og leikur allt á reiðiskjálfi í 1. deild karla um þessar mundir þar sem FSu og Valur mætast í oddaleiknum um sæti í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Nánast ómögulegt er að segja til um hvort liðið hafi betur enda hafa þau unnið sinn hvorn útileikinn. Liðin mætast kl. 19:15 í Iðu á Selfossi en það er ráð að mæta snemma enda hefur fjölmenni sótt tvo fyrstu leiki liðanna.

 

Það lið sem vinnur í kvöld mun leika í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð en Valmenn eiga mörg ár að baki í úrvalsdeild en FSu nær fram sigri verður það í fyrsta sinn sem liðið mun hlaupa með þeim bestu.

 

Þá mætast Skallagrímur og Tindastóll kl. 19:00 í Fjósinu í Borgarnesi í 1. deild kvenna.

 

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -