Nei það er ekki verið að henda neinum stólum í höfnina neinstaðar eins og kannski sumir vilja misskilja fyrirsögnina. Það eru hinsvegar Tindastólsmenn sem halda í Þorlákshöfn og etja þar kappi í kvöld gegn liði Þórsara. Tindastóll fara taplausir í leikinn á meðan Þór eru enn á eftir sínum fyrstu stigum.
Kanalaust lið ÍR tekur á móti Grindavík í Hertzhellinum en Jonathan Mitchell er fjarri góðu eftir að hafa fengið blóðtappa í löppina í síðasta leik. Grindvíkingar líkt og Tindastóll ósigraðir í deildinni en ÍR hafa sigrað einn og tapað einum leik í vetur.
Í Ásgarði taka heimamenn í Stjörnunni á móti nýliðum FSU. Allir leikir kveldsins hefjast kl 19:15.
Mynd/Hjalti: Helgi Viggósson treður gegn Stjörnunni í síðasta leik.



