spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Skallagrímur og ÍA geta komist áfram í kvöld - allt...

Leikir dagsins: Skallagrímur og ÍA geta komist áfram í kvöld – allt undir hjá Haukum

Í kvöld hefst næstsíðasta umferðin í Iceland Express deild karla og þá geta Skallagrímur og ÍA einnig tryggt sér farseðilinn í úrslitaseríu 1. deildar þar sem leikið er um laust sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Þá er lokaútkall hjá Haukum í 11. sæti deildarinnar en ekkert annað en sigur dugir þeim í DHL-höllinni í kvöld er þeir mæta KR. Tap þýðir að liðið leikur í 1. deild á næstu leiktíð.
 
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla, kl. 19:15
21. umferð
 
Stjarnan-Fjölnir
Snæfell-Tindastóll
KR-Haukar (DHL býður frítt á leikinn!)
 
Stjarnan vann öruggan sigur á Keflavík í síðustu umferð og þá hafði Fjölnir betur gegn Njarðvík en Fjölnismenn berjast nú hart fyrir sæti í úrslitakeppninni á meðan Stjarnan stendur í ströngu í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Í Hólminum er athyglisverður leikur þar sem Tindastólsmenn koma í heimsókn. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Stólarnir gegn nýliðum Þórs og Snæfell gegn Grindavík. Ef Tindastóll vinnur í Hólminum í kvöld jafna þeir Snæfell að stigum en Snæfell getur með sigri náð Keflavík að stigum. KR er sem stendur í 2. sæti deildarinnar og fá kolbrjálaða Hauka í heimsókn í kvöld en Haukar eru á síðasta séns, þurfa sigur í vesturbænum, tap sendir þá í 1. deild. Þá mun Haukar TV sýna frá leiknum í kvöld og DHL býður frítt á leikinn og vissulega munu KR-ingar grilla sína víðfrægu borgara fyrir leik og tendrað í grillunum á slaginu 18:00.
 
Undanúrslit í 1. deild karla
 
18:00 Höttur-Skallagrímur
19:15 ÍA-Hamar
 
Skallagrímur og ÍA leiða 1-0 í sínum rimmum og dugir því sigur í kvöld til að komast áfram í úrslitaeinvígið.
 
Fréttir
- Auglýsing -