spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Skallagrímur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild í kvöld

Leikir dagsins: Skallagrímur getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild í kvöld

Í kvöld halda Njarðvíkingar í Hólminn og mæta Snæfell í annarri undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild kvenna. Þá eigast við ÍA og Skallagrímur í sínum öðrum úrslitaleik um laust sæti í úrvalsdeild karla en Skallagrímur leiðir 1-0 og dugir því sigur í kvöld til að komast upp um deild. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
IEX-deild kvenna
Njarðvík 1-0 Snæfell
Á föstudag mættust Njarðvík og Snæfell í sínum fyrsta leik þar sem Njarðvík fór með sigur af hólmi í spennuslag 87-84. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitaseríuna.
 
1. deild karla
Skallagrímur 1-0 ÍA
Á föstudag mættust þessi lið þar sem Skallagrímur hafði sigur í fullu Fjósi. Borgnesingum dugir sigur til að komast upp í úrvalsdeild karla á nýjan leik eftir þá fjögurra ára fjarveru.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -