spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Sjöundu umferð lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Sjöundu umferð lýkur í kvöld

 
Í kvöld eru þrír leikir á dagskrá í Iceland Express deild karla og marka þeir lok sjöundu umferðar. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og fara tveir þeirra fram á Suðurnesjum. Eins og sakir standa er Snæfell á toppi deildarinnar með 12 stig en Grindavík getur með sigri á Stjörnunni í kvöld jafnað meistarana á toppi deildarinnar.
Leikir kvöldsins í IEX karla kl. 19:15
 
Njarðvík-Fjölnir
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Njarðvík steinlá gegn KR í Vesturbænum og Fjölnismenn töpuðu heima gegn Keflavík. Bæði lið hafa 4 stig eftir sex umferðir og því má gera ráð fyrir hörkuslag þegar Njarðvíkingurinn Örvar Kristjánsson kemur með Fjölnismenn á gamla heimavöllinn sinn.
 
KFÍ-KR
Ísfirðingar fengu ekki leik í síðustu umferð sökum veðurs og eru því væntanlega orðnir spenntir fyrir því að komast í búning. Þeirra bíður ærinn starfi þar sem KR kemur í heimsókn í kvöld en KR-ingar eru fullir sjálfstrausts eftir stóran sigur á Njarðvíkingum síðasta föstudag.
 
Grindavík-Stjarnan
Gera má ráð fyrir hörkuleik í Röstinni í kvöld þar sem Garðbæingar hafa fengið tvo blauta kinnhesta undanfarið, gegn Njarðvík í bikar og svo gegn Tindastól í síðustu umferð þar sem Friðrik Hreinsson stal tveimur stigum af Stjörnunni með flautuþrist. Grindvíkingar eru einnig að jafna sig eftir tapleik þar sem þeir lágu í Hólminum en tefla nú fram nýjum bandarískum bakverði sem fær eldskírn sína í gulu í kvöld.
 
Aðrir leikir dagsins:
 
Unglingaflokkur karla
19:15 Breiðablik-Keflavík
 
Unglingaflokkur kvenna
21:00 KR/Fjölnir-Keflavík
 
Drengjaflokkur
21:10 KFÍ-KR
 
Fréttir
- Auglýsing -