spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Sjöunda umferðin í karlaboltanum af stað í kvöld

Leikir dagsins: Sjöunda umferðin í karlaboltanum af stað í kvöld

06:00
{mosimage}

(Jón og félagar í Keflavík mæta í Röstina í kvöld í miklum Suðurnesjaslag)

Í kvöld hefst sjöunda umferðin í Iceland Express deild karla með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Slagur kvöldsins verður væntanlega í Röstinni í Grindavík þegar nágrannarimma Grindavíkur og Keflavíkur fer fram.

Topplið KR mætir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ og nýliðaslagurinn millum FSu og Breiðabliks fer fram í Iðu á Selfossi. Með sigri í kvöld geta Keflvíkingar jafnað Grindavík í 2. sæti deildarinnar en þess má geta að leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson verður með gulum í kvöld eftir að hafa tekið út eins leiks bann í síðustu umferð þegar Grindavík lá naumlega gegn KR.

FSu getur klifrað fjær botni deildarinnar í kvöld og jafnað Blika að stigum með sigri í Iðu og KR getur styrkt enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar en Vesturbæingar eru núna eina taplausa liðið í deildinni. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með viðureignum Njarðvíkinga og Þórs frá Akureyri. Tindastóll tekur á móti Skallagrím og Snæfell fær ÍR í heimsókn.

Einn leikur fer fram í 1. deild karla þegar Fjölnir tekur á móti Hamri kl. 19:15 í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og í 2. deild karla, B-riðli, mætast ÍA og Reynir Sandgerði kl. 19:15 á Jaðarsbökkum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -