Í kvöld fer fram lokaumferðin í Domino´s-deild kvenna. Línur eru nokkuð skýrar en það ræðst samt hverjir verða deildarmeistarar og hvort Keflavík eða Grindavík muni leika í úrslitakeppninni. Annað er nokkuð skýrt. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Leikir kvöldsins, 19:15 í Domino´s-deild kvenna
Keflavík – Grindavík
Snæfell – Valur
Haukar – Hamar
Stjarnan situr hjá þessa umferðina en nýliðarnir úr Garðbæ hafa lokið keppni og náðu í sex stig á sínu fyrsta tímabili í deildinni, unnu 3 leiki en töpuðu 21.
Keflavík og Grindavík leika í kvöld úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni, Valskonur eru öruggar inn. Grindavík er í dag í 4. sæti með 22 stig en Keflavík í 5. sæti með 20 stig. Til þess að Keflavík nái inn í úrslitakeppnina þurfa þær að ná í sigur. Eins og sést hér að neðan hefur Keflavík yfir 2-1 í deildarrimmum liðanna. Sigur í kvöld jafnar Grindavík að stigum og tryggir Keflavík innbyrðisviðureignina.
Deildarleikir Keflavíkur og Grindavíkur:
Keflavík 72-64 Grindavík (Keflavík 1-0 og +8)
Grindavík 76-80 Grindavík (Keflavík 2-0 og +12)
Grindavík 75-66 Keflavík (Keflavík 2-1 og +3)
Snæfell dugir ekkert annað en sigur á Val til að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Að sama skapi þurfa Hólmarar að treysta því að Hamar vinni Hauka en síðustu þrjá deildarviðureignir liðanna hafa Haukar unnið örugglega eða með næstum samtals 100 stiga mun. Eitthvað segir okkur að erindrekar KKÍ mæti með deildarmeistaratitilinn í Hafnarfjörð en verði klárir með „Jeb Ivey-transport“ ef deildartitillinn á að fara á loft í Hólminum.
Þá er einn leikur í 1. deild kvenna en þar eigast við KR og Njarðvík kl. 20:00 í DHL-Höllinni. Þessi tvö lið bítast nú hart um réttinn til þess að leika gegn Skallagrím í úrslitum um laust sæti í Domino´s-deild kvenna.
Allir leikir dagsins
| 22-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild kvenna | Keflavík | Grindavík | TM höllin | |
| 22-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild kvenna | Snæfell | Valur | Stykkishólmur | |
| 22-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild kvenna | Haukar | Hamar | Schenkerhöllin | |
| 22-03-2016 20:00 | 1. deild kvenna | KR | Njarðvík | DHL-höllin | |
| 22-03-2016 20:00 | Drengjaflokkur | Breiðablik dr. fl. | Haukar dr. fl. | Smárinn | |
| 22-03-2016 20:00 | Drengjaflokkur | Keflavík dr. fl. | Fjölnir dr. fl. | TM höllin | |
| 22-03-2016 20:00 | Unglingaflokkur karla | Stjarnan b ungl. fl. dr. | Þór Þ./Reynir ungl. fl. dr. | Ásgarður | |
| 22-03-2016 20:30 | Drengjaflokkur | Valur dr. fl. | Fjölnir b dr. fl. | Valshöllin |
Mynd/ Axel Finnur



