spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Síðustu leikir Iceland Express-deildar kvenna

Leikir dagsins: Síðustu leikir Iceland Express-deildar kvenna

09:00

{mosimage}
(Bikarmeistararnir þurfa að vinna stórt í dag)

Í dag er leikið í Iceland Express-deild kvenna sem og í 1. deild karla og kvenna. Stórleikur dagsins er án efa leikur Grindavíkur og KR í Iceland Express-deild kvenna. Liðin skipa 2. og 3. sætið í IE-deildinni. Með sigri tryggir KR sér 2. sætið og þar af leiðandi heimavallarréttin í úrslitakeppninni. Grindavík þarf hins vegar að vinna með 16 stiga mun til þess að ná 2. sætinu. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Grindavík

Hinn leikurinn í Iceland Express-deild kvenna er viðureign Vals og Fjölnis í Vodafone-höllinni. Leikurinn hefur engin áhrif á stöðu liða í deildinni. Fjölnir endar í 7. sæti og Valur í 5. sæti. Leikurinn hefst kl. 16:00.

Í 1. deild karla mæta heimamenn í Þór Þorlákshöfn Egilsstaðabúum. Þórsarar eru að eltast við sæti í úrslitakeppninni og Hattarar að reyna bjarga sér frá falli. Leikurinn hefst kl. 16:00.

Það verður vesturlandsslagur í 1. deild kvenna þegar nágrannaliðin Snæfell og Skallagrímur mætast í Borgarnesi. Snæfellsstúlkur eru á leiðinni upp í Iceland Express-deildina á meðan Skallagrímsstúlkur eru um miðja deild. Leikurinn hefst kl. 16:00.

Einn leikur er í unglingaflokki karla en það er viðureign KR og Fjölnis kl. 15:15 í Hagaskóla.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -