06:00
{mosimage}
32 liða úrslitin í Subwaybikar karla halda áfram í kvöld með sex leikjum og hefjast þrír þeirra kl. 19:15. Fyrsti leikurinn í 32 liða úrslitunum var viðureign Hattar og Þórs úr Þorlákshöfn þar sem Hattarmenn höfðu betur 86-84. Þeir leikir sem hefjast kl. 19:15 í kvöld eru viðureignir Hauka og Breiðablik, Snæfells og KR og svo mætast ÍG og Grindavík í Röstinni.
Viðureign Snæfells og KR er vafalítið leikur 32 liða úrslitanna enda eru Snæfellingar ríkjandi bikarmeistarar en þeir lögðu Fjölni í Laugardalshöll örugglega í fyrra og lönduðu þar fyrsta stórtitli Hólmara í efstu deild karla í körfuknattleik.
Kl. 20:00 mætast FSu og Þór Akureyri á Selfossi, 20:30 mætast Ármann og Grindavík í Laugardalshöll og á sama tíma fer fram viðureign Stjörnunnar B og Íslandsmeistara Keflavíkur í Ásgarði.
32 liða úrslitin halda svo áfram annað kvöld og lýkur á laugardag þegar Njarðvík mætir Leikni Reykjavík.
{mosimage}



