spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Risaslagur í Vesturbænum

Leikir dagsins: Risaslagur í Vesturbænum

08:00
{mosimage}

Nokkuð er um leiki í neðri deildum og yngri flokkum í dag en öll spjót berast að Vesturbænum eins og sakir standa en í DHL-Höllinni kl. 16:00 mætast KR og Grindavík í undanúrslitum Subwaybikarsins í karlaflokki og hefur þessarar viðureignar verið beðið með óþreyju af körfuknattleiksunnendum sem líkast til munu fjölmenna á völlinn. Mælst er til þess að mæta snemma og tryggja sér sæti en búist er við því að uppselt verði á leikinn!

KR og Grindavík mættust fyrst á þessari leiktíð í úrslitum Subwaybikarsins í Laugardalshöll þar sem KR hafði eftirminnilegan 98-95 sigur með flautuþrist frá Jason Dourisseau. Liðin mættust svo í sinni fyrstu deildarviðureign þann 6. nóvember síðastliðinn þar sem KR vann aftur og nú 82-80 með teigskoti frá Jóni Arnóri Stefánssyni þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks. Grindavík fékk tækifæri til þess að stela sigrinum en náðu ekki að nýta þann glugga.

Í Poweradebikarnum var það Jason Dourisseau sem fór á kostum í liði KR með 29 stig, 17 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Í deildarleik KR og Grindavíkur var það Jón Arnór Stefánsson sem dró vagninn fyrir KR með 25 stig og 4 fráköst en þá voru Grindvíkingar ekki með erlendan leikmann og Arnar Freyr Jónsson tók út leikbann.

Grindavík hefur fengið liðsauka í Nick Bradford sem er Íslendingum að góðu kunnur, eldhugi og baráttumaður sem, að sögn Grindvíkinga og annarra, getur fært liðinu sterkari karakter og er ekki leikmaður sem tekur mikið til sín heldur gefur mikið af sér. KR hefur á að skipa besta bakvarðapari deildarinnar og sennilega því besta sem sést hefur hérlendis. Þeir félagar Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson hafa rúllað yfir aðra bakverði deildarinnar það sem af er leiktíðinni og ætli Grindavík sér sigur verða þeir að eiga króka á móti brögðum þessarra kappa.

Líklegt byrjunarlið KR í dag:
Jakob Örn Sigurðarson
Jón Arnór Stefánsson
Helgi Már Magnússon
Jason Dourisseau
Fannar Ólafsson

Líklegt byrjunarlið Grindavíkur í dag:
Arnar Freyr Jónsson/Þorleifur Ólafsson ??
Brenton Birmingham
Páll Axel Vilbergsson
Nick Bradford
Páll Kristinsson

Aðrir leikir dagsins: http://kki.is/leikvarp.asp?Dags=24.1.2009

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -