spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Reykjavíkurslagur í Vodafonehöllinni

Leikir dagsins: Reykjavíkurslagur í Vodafonehöllinni

06:15 

{mosimage}

(Molly Peterman og félagar í Val eiga erfitt verk fyrir höndum í kvöld gegn heitum KR-ingum) 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur tekur á móti KR kl. 20:00 í Vodafonehöllinni. Með sigri í kvöld geta nýliðar KR jafnað topplið Keflavíkur að stigum en takist Valskonum að knýja fram sigur komast þær lítið eitt frá Hamri og Fjölni á botninum en Hamar, Fjölnir og Valur eru öll á botni deildarinnar með tvö stig.  

Valur tapaði naumlega 73-72 gegn Íslandsmeisturum Hauka í síðasta leik en KR hafði góðan 79-70 sigur á Fjölni í DHL-Höllinni. Monique Martin ætti að vera komin að nýju í raðir KR eftir að hafa verið í leyfi í Bandaríkjunum og þá ætti Stella Kristjánsdóttir að vera komin að nýju inn í lið Vals en hún var einnig í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og lék m.a. ekki með Val gegn Haukum í síðustu umferð. 

Þá mætast Keflavík og Haukar í Unglingaflokki karla kl. 20:00 í Keflavík og Skallagrímur B tekur á móti Hamri B kl. 20:00 í Borgarnesi í C-riðli í 2. deild karla.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -