spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Önnur grannaglíma í Toyota-höllinni

Leikir dagsins: Önnur grannaglíma í Toyota-höllinni

 
Áttundu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með þremur leikjum en umferðin hófst í gærkvöldi þar sem KR, Stjarnan og Snæfell nældu sér í tvö stig. Hörkuleikir verða á boðstólunum en ætli flestra augu verði ekki í Reykjanesbæ þar sem eigast við erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík í Toyota-höllinni. Kvennalið félaganna riðu á vaðið um helgina þegar Keflavík skellti Njarðvík í Iceland Express deild karla. Tekst grænum að kvitta fyrir konurnar í kvöld?
Leikir kvöldsins kl. 19:15 í IEX karla:
 
Keflavík-Njarðvík
Fjölnir-KFÍ
Hamar-Grindavík
 
 
Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þegar Grindavík b tekur á móti Haukum b í Röstinni í Grindavík.
 
Ljósmynd/ Keflvíkingar hafa unnið síðustu þrjá deildarleiki sína í röð, Njarðvíkingar hafa aftur á móti tapað fjórum deildarleikjum í röð.
 
Fréttir
- Auglýsing -