spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Oddaleikur í Schenkerhöllinni í kvöld!

Leikir dagsins: Oddaleikur í Schenkerhöllinni í kvöld!

Í kvöld ræðst það hvort Haukar eða Grindavík muni leika til úrslita í Domino´s-deild kvenna gegn Snæfell. Oddaleikur Hauka og Grindavíkur fer fram í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og hefjast leikar kl. 19:15.

Grindvíkingar opnuðu einvígið 0-2 en Haukar hafa náð að jafna 2-2 og geta gert það sem þykir sérlega erfitt en það er að vinna seríu eftir að hafa lent 0-2 undir. Við gætum þá verið að horfa á að slíkur fáheyrður atburður gerist tvo daga í röð í úrslitakeppninni hjá okkur því í gær komst Skallagrímur í úrslit 1. deildar karla eftir að hafa lent 0-2 undir í undanúrslitum gegn Val en unnu svo þrjá leiki í röð og munu mæta Fjölni í úrslitum. 

 

Tekst Haukum að leika sama leikinn í kvöld eða verða það Grindvíkingar sem komast í úrslit í fyrsta sinn síðan 2005?

 

Allir leikir dagsins
 

11-04-2016 18:30 Unglingaflokkur karla Keflavík ungl. fl. dr.   Skallagrímur ungl. fl. dr. TM höllin
11-04-2016 19:15 Unglingaflokkur kvenna Breiðablik ungl. fl. st.   Fjölnir ungl. fl. st. Smárinn
11-04-2016 19:15 Úrvalsdeild kvenna Haukar   Grindavík Schenkerhöllin

Mynd/ Axel Finnur 

Fréttir
- Auglýsing -