spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Oddaleikir í Ásgarði og Stykkishólmi

Leikir dagsins: Oddaleikir í Ásgarði og Stykkishólmi

Þá er loksins komið að því, oddaleikirnir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla fara fram í kvöld. Í Stykkishólmi mætast Snæfell og Njarðvík og í Ásgarði mætast Stjarnan og Keflavík. Báðir leikirnir fara fram kl. 19:15.
 
Viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Karfan.is verður á báðum stöðum og mun greina ítarlega frá í máli og myndum.
 
Stjarnan 1 – 1 Keflavík
Stjarnan vann fyrsta leikinn 102-86 en Keflavík jafnaði í Toyota-höllinni með 100-87 sigri. Það hefur gengið á ýmsu í rimmunni og í kvöld verður Jovan Zdravevski í banni og þá verður fróðlegt að sjá hvort Michael Craion verði kominn í gott stand en hann eins og kunnugt er missteig sig í annarri viðureign liðanna.
 
Snæfell 1 – 1 Njarðvík
Snæfell vann fyrsta leikinn 83-79 með sterkum lokaspretti en Njarðvíkingar höfðu stórsigur í öðrum leiknum 105-90 og rufu 100 stiga múrinn í fyrsta sinn í tæp sjö ár í úrslitakeppninni.
 
Bæði Njarðvík og Keflavík verða með sætaferðir á oddaleikina í kvöld. Nánar um sætaferðirnar inni á keflavik.is/karfan og umfn.is/korfubolti
 
Þá eru heimaliðin með grillin funheit í kvöld og boðið upp á borgara bæði í Garðabæ og í Stykkishólmi.
 
Staðan í 8-liða úrslitum
Þór Þorlákshöfn 0-2 KR (KR komnir áfram)
Grindavík 2-0 Skallagrímur (Grindavík komið áfram)
Snæfell 1-1 Njarðvík (oddaleikur í kvöld)
Stjarnan 1-1 Keflavík (oddaleikur í kvöld)
 
Svona líta undanúrslitin út í dag
Grindavík – KR
Snæfell/Stjarnan-Keflavík/Njarðvík
Fréttir
- Auglýsing -