spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Njarðvíkingar í Síkið

Leikir dagsins: Njarðvíkingar í Síkið

Einn leikur fer fram í Domino´s-deild karla í kvöld en þá eigast við Njarðvík og Tindastóll í Síkinu á Sauðárkróki. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 en fresta varð þessum leik liðanna á dögunum vegna veðurs og færðar.

Njarðvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Tindastólsmenn eru ekki langt undan með 16 stig í 7. sæti, sigur hjá Njarðvík kemur þeim upp í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir geta með sigri saxað mun Njarðvíkinga niður í 2 stig í deildartöflunni.

 

Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar ÍA tekur á móti Breiðablik á Vesturgötunni á Akranesi kl. 19:15. Um þýðingarmikinn leik fyrir bæði lið er að ræða þar sem Blikar hafa 12 stig í 7. sæti en ÍA 14 stig í 5. sæti deildarinnar svo bæði eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í úrslitakeppni 1. deildar. 

 

Allir leikir dagsins

11-02-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Tindastóll   Njarðvík Sauðárkrókur
11-02-2016 19:15 1. deild karla ÍA   Breiðablik Akranes – Vesturgata
11-02-2016 19:30 Unglingaflokkur karla Keflavík ungl. fl. dr.   Stjarnan b ungl. fl. dr. TM höllin
11-02-2016 20:00 Unglingaflokkur karla Skallagrímur ungl. fl. dr.   Þór Þ./Reynir ungl. fl. dr. Borgarnes
Fréttir
- Auglýsing -