spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Njarðvíkingar halda í Ásgarð

Leikir dagsins: Njarðvíkingar halda í Ásgarð

Einn leikur fer fram í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta í Ásgarð. Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvík í vil þar sem Njarðvíkingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld með sigri. Vinni Stjarnan verður oddaleikur í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Garðabæ.
 
 
Þá eru einnig tveir leikir í úrslitakeppni 1. deildar karla. ÍA tekur á móti Hamri kl. 19:15 á Vesturgötunni og Valur fær FSu í heimsókn í Vodafonehöllina. Leikurinn uppi á Skaga hefst kl. 19:15 en kl. 19:30 í Vodafonehöllinni.
 
Leikir dagsins í úrslitakeppni Domino´s-deildar karla
19:15 Stjarnan-Njarðvík leikur 4.
 
Leikir dagsins í úrslitakeppni 1. deildar karla
19:15 ÍA – Hamar
10:30 Valur – FSu
 
  
Fréttir
- Auglýsing -