spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Njarðvík fær heitasta lið landsins í heimsókn

Leikir dagsins: Njarðvík fær heitasta lið landsins í heimsókn

Í kvöld lýkur 21. umferð í Domino´s-deild karla með tveimur leikjum en þá tekur Keflavík á móti ÍR í TM-Höllinni og Njarðvík fær Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

ÍR-ingar hafa þegar fest sæti sitt í úrvalsdeild en eins og áður hefur komið fram er ekki loku fyrir það skotið að þeir gætu náð inn í úrslitakeppnina. Til þess að það gerist þurfa þeir sigur gegn Keflavík í kvöld og heimamenn að sama skapi þurfa sigur til að komast aftur í 2. sætið með Stjörnunni. 

 

Njarðvíkingar fá svo heitasta lið ladsins í heimsókn í kvöld þegar Haukar mæta í Ljónagryfjuna. Reyndar eru Haukar og Tindastóll heitustu lið landsins því liðin hafa bæði unnið sex deildarleiki í röð! Haukar geta náð þeim sjöunda í Ljónagryfjunni í kvöld og haldið baráttuni um að komast ofar í töflunni á lífi. Njarðvíkinga eru í 7. sæti með 22 stig og nokkur vegalengd er í næstu sæti, Snæfell í 8. sæti með 16 stig og Tindastóll í 6. sæti með 26 stig svo 7. sætið lítur út fyrir að verða Njarðvíkurgrænt. Njarðvíkingar fara amk ekki neðar en 7. sæti.

 

Staðan í Domino´s-deild karla
 

Staða
 
 
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 21 17 4 34 1923/1610 91.6/76.7 10/1 7/3 91.5/72.8 91.6/80.9 4/1 8/2 +1 +5 -1 1/2
2. Stjarnan 21 15 6 30 1776/1644 84.6/78.3 8/2 7/4 86.4/76.1 82.9/80.3 4/1 8/2 +3 +1 +3 5/2
3. Keflavík 20 14 6 28 1899/1800 95.0/90.0 6/4 8/2 96.2/92.3 93.7/87.7 2/3 6/4 +1 -2 +1 5/1
4. Haukar 20 13 7 26 1704/1547 85.2/77.4 6/4 7/3 82.7/78.5 87.7/76.2 5/0 7/3 +6 +3 +3 1/2
5. Þór Þ. 21 13 8 26 1809/1679 86.1/80.0 5/5 8/3 86.3/77.7 86.0/82.0 3/2 6/4 +2 +1 +1 3/1
6. Tindastóll 21 13 8 26 1796/1700 85.5/81.0 9/2 4/6 87.7/78.4 83.1/83.8 5/0 7/3 +6 +4 +2
Fréttir
- Auglýsing -