Fjöldi leikja í neðri deildum og í yngri flokkum fara fram í dag og þá fer Póstmót Breiðabliks einnig fram í Smáranum og í Kársnesskóla í dag og á morgun en mótið er fyrir yngstu iðkendur körfuboltans.
Í 1. deild kvenna heldur Grindavík b yfir heiðar og mætir Þór á Akureyri kl. 15:30 og ósigrað lið Fjölnis fær Stjörnuna í heimsókn í Dalhús kl. 17:00. Þá eru þrír leikir í 2. deild karla og fjöldi leika í yngri flokkum en heildaryfirlit yfir leiki dagsins má sjá hér.



