spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Neðri deildir og yngri flokkar á flugi

Leikir dagsins: Neðri deildir og yngri flokkar á flugi

 
Alls eru átta leikir í neðri deildum og yngri flokkum í kvöld. Í 1. deild kvenna mætast Grindavík b og Skallagrímur kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík. Þá fara fram þrír bikarleikir í yngri flokkum.
Í bikarkeppni yngri flokka mætast fyrst Keflavík og Grindavík í unglingaflokki kvenna kl. 19:30 í Toyotahöllinni og kl. 20:00 mætast ÍR og Njarðvík í Seljaskóla í bikarkeppninni í 10. flokki karla. Njarðvík tekur svo á móti Keflavík í 9. flokki kvenna í bikarnum í Ljónagryfjunni kl. 20:00.
 
Fjórir leikir eru á dagskrá í drengjaflokki og eru eftirfarandi:
 
19:00: Skallagrímur/Snæfell – KR
20:00: Stjarnan – FSu
20:30: Valur – Grindavík
21:15: Haukar – Þór Akureyri
 
Fréttir
- Auglýsing -