spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Ná Haukar og Stjarnan heimavellinum til baka?

Leikir dagsins: Ná Haukar og Stjarnan heimavellinum til baka?

Ljónagryfjan og Icelandic Glacial Höllin eru staðirnir þar sem fjörið fer fram í kvöld en þá mætast Njarðvík og Stjarnan og svo Þór Þorlákshöfn og Haukar í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla. Báðar viðureignir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Njarðvíkingar leiða 1-0 gegn Stjörnunni eftir sigur í Ásgarði í fyrsta leik, 62-65 og Þór Þorlákshöfn leiðir 1-0 gegn Haukum eftir 64-67 sigur í Hafnarfirði. 

 

Kári Jónsson sem leiddur var af velli í viðureign Hauka og Þórs eftir fljúgandi bakskrín frá Ragnari Nathanaelssyni er spurningamerki fyrir kvöldið í liði Hauka. Það skýrist væntanlega betur með deginum hvort Kári verði með í kvöld eða ekki. 

 

Allir leikir dagsins
 

21-03-2016 18:30 Stúlknaflokkur Keflavík st. fl.   Breiðablik st. fl. TM höllin
21-03-2016 19:00 3. deild karla Kormákur   KFÍ b Hvammstangi
21-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Njarðvík   Stjarnan Njarðvík
21-03-2016 19:15 Úrvalsdeild karla Þór Þ.   Haukar Icelandic Glacial höllin
21-03-2016 21:10 2. deild karla Haukar b   Íþróttafélag Breiðholts Schenkerhöllin

Mynd/ Axel Finnur 

Fréttir
- Auglýsing -