spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Mikið um að vera

Leikir dagsins: Mikið um að vera

11:14

{mosimage}
(Það er mikilvægur leikur í Hveragerði í dag)

Fjölmargir leikir eru á dagskrá í dag. Keppt er í Iceland Express-deild kvenna, 1. deild kvenna sem og öðrum neðri deildum.

Leikur dagsins er án efa viðureign Hamars og KR í A-riðli Iceland Express-deildar kvenna. Liðin eru jöfn að stigum í þriðja til fjórða sæti í A riðli deildarinnar en Hamar hefur unnið báða leiki vetrarins. KR stúlkur hafa verið á miklu skriði eftir áramót og unnið fjóra af fimm leikjum sínum. Hamarsstúlkur hafa hinsvegar ekki unnið leik á þessu ári. Hefst leikurinn kl. 16:00.

Í B-riðli er einn leikur en þá mætast Snæfell og Fjölnir kl. 17.00 í Stykkishólmi. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur, Fjölnisstúlkur verða hreinlega að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á að bjarga sér frá falli á meðan Snæfellssigur fer langleiðina með að fella Fjölni og Snæfellsstúlkur geta lifað í voninni um að komast í úrslitakeppnina.


Í Borgarnesi hefst viðureign Skallagríms og Ármanns í 1. deild kvenna og byrjar leikurinn kl. 17:00.

Í dag eru fjölmargir leikir í 2. deild karla ásamt unglingaflokki og drengjaflokki en hægt er að sjá leiki dagsins hér.

Fréttir
- Auglýsing -