spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Línur að skýrast í Iceland Express-deild karla

Leikir dagsins: Línur að skýrast í Iceland Express-deild karla

06:00

{mosimage}
(Páll Axel Vilbergsson og félagar fá Þórsara í heimsókn)

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í dag og einn leikur í 1. deild kvenna.

Í Grindavík taka heimamenn á móti Þór frá Akureyri. Með sigri tryggja Þórsarar sér sæti í úrslitakeppninni en nýliðarnir hafa staðið sig vel í vetur.

Njarðvíkingar fara í Grafarvoginn og mæta Fjölni. Grafarvogsbúar eru fallnir og skiptir leikurinn því engu máli fyrir þá. Njarðvíkingar eru í mikilli baráttu um 4. sætið og má búat við þeim tilbúnum í leikinn.

Íslandsmeistarar KR fara norður á Sauðárkrók og mæta heimamönnum. Stólarnir þurfa á sigri að halda ef þeir ætla sér í úrslitakeppnina og á sama tíma þurfa Þórsarar að tapa stigum.

Bikarmeistarar Snæfells fá ÍR-inga í heimsókn. Bæði eru að keppast að því að styrkja stöðu sína í deildinni og geta komist ofar í töflunni.

Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Í Laugardalshöll taka heimastúlur í Ármanni á móti Njarðvíkingum í 1. deild kvenna en leikur þeirra hefst kl. 20:00.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -