spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Leiknir hefur leik í 1. deild

Leikir dagsins: Leiknir hefur leik í 1. deild

Körfuboltahundar þurfa ekki að kvíða því að eiga körfuboltalausan sunnudag en margir spennandi leikir eru á dagskrá í dag. Leiknir spilar sinn fyrsta leik í dag þegar þeir taka á móti FSu í Austurbergi. Svo hefst 2. önnur umferð Iceland Express-deildar karla með þremur leikjum.
Iceland Express-deild karla:
Stjörnumenn taka á móti einu ungu liði Fjölnis í Ásgarði í kvöld. Sjaldan hefur verið jafn mikið rætt um eitt lið og hið efnilega lið Fjölnis. Viðureign leikstjórnandanna Justin Shouse og Ægir Þórs Steinarssonar ætti að vera eitt mest spennandi einvígið í dag.
 
Grindvíkingar mæta KFÍ í Röstinni. Bæði þessi lið unnu sinn leik í 1. umferð og koma því ósigruð í viðureignina. KFÍ vann Tindastól á heimavelli og Grindavík lagði Njarðvík að velli í Ljónagryfjunni.
 
Í Hveragerði taka heimamenn á móti KR. Hamar tapaði naumlega fyrir Haukum í 1. umferð á meðan KR vann Stjörnuna í framlengdum sveiflukenndum leik í DHL-höllinni.
 
Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.
 
Leiknir hefur leik:
Lið Leiknis úr Breiðholti spilar sinn fyrsta leik í 1. deild karla þegar þeir taka á móti FSu í Austurbergi en leikurinn hefst kl. 16.00.
 
Viðuregin Leiknis og FSu er lokaleikur 1. umferðar 1. deildar karla en umferðin hófst síðasta miðvikudag.
 
Aðrir leikir:
Einnig eru leikið í dag í 1. deild kvenna, 2. deild karla, unglingaflokki karla og sem og í B-liðakeppni karla. Hægt er að sjá alla leiki dagsins á mótayfirliti KKÍ.
 
Ljósmynd/[email protected] Augu allra verða á Ægi Þór Steinarssyni í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -