Í dag er síðasti keppnisdagur undir 16 og 18 ára liða Íslands á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Á fyrsta degi töpuðu öll liðin fyrir heimaliðum Finnlands, á þriðjudag tókst liðunum að vinna þrjá af fjórum gegn Noregi, á miðvikudag tvo af fjórum gegn Svíþjóð og í gær tvo af þremur gegn Svíþjóð. Í dag leika öll liðin gegn Eistlandi.
Lifandi tölfræði verður hægt að fylgjast með á basket.fi, en einnig verður hægt að horfa á leikina í gegnum YouTube síðu mótsins. Þá mun karfan.is einnig flytja fréttir af úrslitum liðsins.
Leikir dagsins:
Völlur: SUSI 2 – U18 Stúlkna gegn Eistlandi kl. 10:45
Völlur: SUSI 3 – U16 Drengja gegn Eistlandi kl. 12:45
Völlur: SUSI 1 – U18 Drengja gegn Eistlandi kl. 12:45
Völlur: SUSI 2 – U16 Stúlkna gegn Eistlandi kl. 13:00