spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins ? Leikið ef veður leyfir

Leikir dagsins ? Leikið ef veður leyfir

09:26

{mosimage}
(Mynd úr leik Stjörnunnar og Þórs fyrir áramót)

Í kvöld er stefnt á að leika í Iceland Express-deild karla, 1. deild karla og 1. deild kvenna. Veðrið getur samt áhrif og verður fylgst vandlega með stöðunni.

Aðalleikur kvöldsins er botnslagur Þórs frá Akureyri og Stjörnunnar. Þessi lið eru með 10 stig í 9. og 10. sæti en Fjölnir er í fallsæti með 8 stig þannig að sigurvegari kvöldsins nær að rífa sig fjær fallsvæðinu. Síðast þegar þessi lið mættust var Stjarnan góðan 7 stiga sigur 85-78. Síðast þegar Þór féll þá var það vegna innbyrðisstöðu og verða þeir því mjög meðvitaðir í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Síðuskóla ef veður leyfir.

Í 1. deild karla eru tveir leikir og sá fyrri er leikur Vals og FSu í Vodafone-höllinni. Þetta er stórslagur þar sem liðin í 2.-3. sæti kljást. FSu er í 2. sæti með 20 stig og Valsmenn eru rétt fyrir aftan þá með 18 stig. Ef Valur vinnur með 16 stigum eða meira þá taka þeir 2. sætið því síðasti leikur þeirra fór 84-69 Selfyssingum í vil. FSu á reyndar leik til góða. Leikurinn hefst í fyrri kantinum eða kl. 18:00 í Vodafone-höllinni.

Hinn leikur 1. deildar karla er viðureign Þróttar frá Vogum og Hauka. Þarna etja kappi einu liðin í tveimur efstu deildunum sem eru ekki með erlenda leikmenn. Þróttarar hafa verið sterkir á heimavelli á þessu ári og ekki tapað leik. Haukamenn eru komnir á gott skrið eftir tvo sigra í röð. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Vatnsleysuströnd.

{mosimage}

Kl. 18:00 hefst leikur Ármanns/Þróttar og Breiðabliks í 1. deild kvenna. Ármenningar urðu fyrir blóðtöku á dögunum þegar Bryndís Gunnlaugsdóttir skipti yfir í Iceland Express-lið Fjölnis. Ármann er í 6. sæti með sex stig á meðan Breiðablik er í neðsta sæti ásamt Tindastól með tvö stig.

Leikur kvöldsins í Borgarnesi er viðureign Skallagríms og Tindastóls. Skallagrímur er í 5. sæti með átta stig á meðan Stólarnir sitja á botninum ásamt Breiðablik með tvö stig. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Einn bikarleikur er í kvöld í yngri flokkunum en það er viðureign UMFH og KFÍ á Flúðum. Hefst hann kl. 20:00.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -