Í kvöld hefst 21. umferð Domino´s-deildar karla og eru fjórir leikir á dagskránni en umferðinni lýkur á morgun og svo fer síðasta umferðin fram næstkomandi fimmtudag.
Leikir dagsins í Domino´s-deild karla
18.30 Höttur – Þór Þorlákshöfn
19:15 KR – Fsu
19:15 Snæfell – Stjarnan
19:15 Tindastóll – Grindavík
Með sigri í kvöld gulltryggir KR sér deildarmeistaratitilinn en Íslands- og bikarmeistararnir hafa 32 stig á toppi deildarinnar en Keflavík og Stjarnan eru í 2.-3. sæti með 28 stig. KR mætir FSu í kvöld sem tapað hefur átta deildarleikjum í röð og ljóst að það er brekka framundan hjá nýliðunum. Þá má bæta því við að deildarmeistaratitillinn er aldrei afhentur fyrr en í næsta heimaleik eftir að lið tryggir sér þann titil, ef heimaleikur dúkkar ekki upp þá notast KKÍ við næsta hentuga tækifæri svo sigur í kvöld hjá KR gerir það að verkum að þeir fá deildarmeistaratitilinn afhentan á heimavelli erkifjenda sinna, ÍR, í lokaumferðinni.
Allir leikir dagsins
| 06-03-2016 13:00 | Unglingaflokkur kvenna | Snæfell ungl. fl. st. | Breiðablik ungl. fl. st. | Stykkishólmur | |
| 06-03-2016 16:00 | Stúlknaflokkur | KR st. fl. | Ármann/Valur st. fl. | DHL-höllin | |
| 06-03-2016 16:00 | Unglingaflokkur kvenna | Grindavík ungl. fl. st. | Haukar ungl. fl. st. | Mustad höllin | |
| 06-03-2016 17:30 | Unglingaflokkur kvenna | Fjölnir ungl. fl. st. | Keflavík ungl. fl. st. | Dalhús | |
| 06-03-2016 18:30 | Úrvalsdeild karla | Höttur | Þór Þ. | Egilsstaðir | |
| 06-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | KR | FSu | DHL-höllin | |
| 06-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Snæfell | Stjarnan | Stykkishólmur | |
| 06-03-2016 19:15 | Úrvalsdeild karla | Tindastóll | Grindavík | Sauðárkrókur |
Mynd úr safni/ Darri Hilmarsson og KR-ingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld en fá hann ekki afhentan þó sigur vinnist á FSu.



