Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í dag en það er áttunda umferðin og mætast þar m.s. Keflavík og Njarðvík í Toyota-höllinni en á mánudag mætast þessi sömu lið í karlaflokki svo í mörg horn verður að líta í Toyota-höllinni næstu daga.
Leikir dagsins í IEX kvenna:
15:00 Snæfell-Hamar
16:00 KR-Haukar
16:00 Fjölnir-Grindavík
17:00 Keflavík-Njarðvík
Þá er einnig fjöldi leikja í neðri deildum og yngri flokkum en heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu leiki dagsins má finna hér.



